Kannabisræktun upprætt á Selfossi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi gerði húsleit í íbúðarhúsi á Selfossi í gærkvöldi vegna rannsóknar á meintri kannabisræktun. Í bílskúr fannst rými þar sem ræktunin fór fram.

Nokkrar plöntur og ræktunarbúnaður var haldlagt og tveir karlmenn handteknir og færðir til yfirheyrslu. Báðir viðurkenndu mennirnir aðild sína að ræktunni.

Plönturnar verða sendar til rannsóknarstofu þar sem þær verða styrkleikamældar.

Fyrri greinFluttur með þyrlu eftir að hafa gleypt Legókubb
Næsta greinKviknaði í út frá símabúnaði