Kannabisræktun stöðvuð í Flóanum og Hveragerði

Lögreglan á Selfossi stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum í liðinni viku, í Flóahreppi og Hveragerði.

Í báðum tilvikum var um lítið magn að ræða og málsaðilar hafa kannast við brot sín við yfirheyrslur hjá lögreglu.

Ræktunin í Flóahreppi fór fram í íbúðarhúsi en í Hveragerði var ræktunin í bílskúr. Þar var um að ræða fáar en gróskumiklar plöntur í umsjá sambýlisfólks. Þar fundust einnig áhöld til neyslu fíkniefna og merki um neyslu á hvítum efnum.