Kannabisbóndi gómaður á Bakkanum

Kannabisræktun var upprætt á Eyrarbakka um helgina. Lögregla fann sautján plöntur ásamt einum lampa við húsleit á Bakkanum.

Grunsemdir lögreglu leiddu til handtökunnar og var húseigandi færður til yfirheyrslu. Þar játaði hann að hafa staðið að ræktuninni en lögregla lagði hald á plöntur og áhöld.