Kannabisáhöld fundust á víðavangi

Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning í liðinni viku um að áhöld til kannabisneyslu væru í skógarrjóðri við Gesthús á Selfossi.

Í rjóðrinu voru stólar og var búið að mynda skjól með segli.

Lögreglan biður fólk um að láta lögreglu vita um staði sem bera þess merki að vera samastaður unglinga sem eru að laumast til að neyta fíkniefna.