Kannabis í blómabænum

Lögreglan á Selfossi fann 29 fullsprottnar kannabisplöntur við húsleit í íbúðarhúsi í Hveragerði í gærkvöldi.

Húsráðandi var handtekinn en hann viðurkenndi strax að hafa staðið að ræktuninni og að hafa ætlað afraksturinn til sölu.

Þá var einn ökumaður stöðvaður á Selfossi í nótt vegna ölvunar og hann sviptur ökuleyfi. Annar ökumaður var stöðvaður, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og reyndist hann jafnframt aldrei hafa fengið bílpróf. Einnig fundust fíkniefni í fórum hans.