Kannaðist ekki við innbrot og gat ekki útskýrt þýfið

Karlmaður var handtekinn í heimahúsi á Selfossi á laugardagsmorgun, grunaður um að hafa brotist inn á heimili í bænum.

Maðurinn var færður í fangaklefa og síðan yfirheyrður þegar af honum rann víman. Við yfirheyrslu kannaðist maðurinn hvorki við brot sín, eða gat skýrt það hvers vegna þýfið var á handtökustaðnum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Hann var látinn laus eftir yfirheyrslu. Nokkur innbrot hafa verið framin á Selfossi að undanförnu daga en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hefur ekki verið hægt að tengja manninn við fleiri brot.

Fyrri greinAnnar sigur Þórsara
Næsta greinHugarflugsfundur um skólastefnu