
Umhverfis- og samgöngunefnd Flóahrepps veitti umhverfisverðlaun sveitarfélagsins á hátíðarhöldum á 17. júní.
Í ár var það íbúðarhúsið í Kambi sem hlaut umhverfisverðlaun. Auðsýnt er að eigendur sýna alúð við fegrun umhverfisins með fallegum gróðri og aðkomu. Endurnýjun og viðhald á húsi er til fyrirmyndar. Það var Haukur Hauksson sem tók við verðlaununum.
Í flokki atvinnurekstrar var það búið að Brúnastöðum sem hlaut umhverfisverðlaunnin þetta árið. Búið er snyrtilegt og húsakosti vel við haldið. Ljóst er að ábúendur hafa metnað fyrir því að halda bæjarhlaðinu og aðkomu þannig að sómi sér að. Það voru Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir ásamt börnum sínum sem tóku við verðlaununum.
Verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjal, skrautreyni frá Gróðrastöðinni Kjarri og að auki mun sveitarfélagið setja upp skilti við Kamb og Brúnastaði.