Kamar féll á bifreið

Kamar sem var verið að flytja á kerru eftir Þingvallavegi losnaði af kerrunni á móts við Kárastaði sl. föstudag og hafnaði framan á bifreið sem kom á móti.

Bifreiðin sem varð fyrir kamrinum skemmdist mjög mikið. Ökumaður og farþegi sluppu ómeidd en var skiljanlega nokkuð brugðið.

Lögreglan á Selfossi hvetur ökumenn til að ganga vel frá farmi sem þeir flytja á kerrum. Undanfarið hefur það gerst í auknum mæli að alls konar hlutir hafa orðið viðskila við flytendur sína á leið um þjóðvegina.

Nokkuð hvasst var á föstudaginn en fyrr sama dag fauk kerra á bíl á Hellisheiði og varð einnig talsvert tjón bifreiðinni sem kerran lenti á.

Fyrri greinFimm útköll á einni viku
Næsta greinDagbók lögreglu: Spánverji á 170 km hraða