Kalla eftir frekari viðveru hundafangara

Hverfisráð Selfoss vill að viðvera hundafangara í bænum verði aukin þannig að hægt verði að handsama lausa hunda alla daga vikunnar á Selfossi.

Á síðasta fundi ráðsins kom fram að þrátt fyrir að ný og breytt samþykkt um hundahald hafi tekið gildi í sveitarfélaginu virðist sem lausaganga hunda sé viðvarandi vandamál og hafa frekar aukist í sumar, sérstaklega á nýjum göngustíg meðfram Ölfusá.

„Það lítur helst út fyrir að einhverjir hundaeigendur telji gangstéttina tilheyra hundasleppisvæði. Verður að taka þessum málum verulegu taki, ganga í að hundasleppisvæði verði gert sem fyrst,“ segir í fundargerð ráðsins.

Fyrri greinSelfoss tapaði stórt gegn Stjörnunni
Næsta greinFaldi haglabyssu og skot í snjónum