Kallað eftir liðsauka í Landbroti

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og Rangárvallasýslu og af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að leita að manni sem týndist í Landbroti í nótt.

Um 50 manns í björgunarsveitum úr Skaftafellssýslu vestur að Hvolsvelli hafa leitað mannsins síðan klukkan 7 í morgun.

Maðurinn var í gleðskap en rauk þaðan í fússi á fjórða tímanum í nótt og hefur ekkert spurst til hans síðan. Hann var illa klæddur. Búið er að hafa samband við alla bæi á leitarsvæðinu og er verið er að kanna sumarhús. Þá eru sporhundar notaðir við leitina. Sunnanátt og rigning er á svæðinu.

Fyrri greinLýst eftir Viktori Sigvalda
Næsta greinGylfi Þorkels: Að stytta boðleiðir