Kallað eftir íbúafundi og boltinn nú hjá HSu

„Við höfum beðið um íbúafund með stjórnendum HSu en ekki fengið nein svör um hvort af honum geti orðið og við erum auðvitað ekki ánægð með það,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Talsverðrar óánægju gætir meðal íbúa þar vegna skertrar þjónustu á heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli sem nú er opin aðeins þrjá daga vikunnar. Opnun heilsugæslunnar eftir sumarlokun dróst fram í miðjan nóvember og þá var um leið tilkynnt að opnunartíminn yrði styttur.

Heimamenn gerðu strax athugasemdir við það, en lítið hefur gerst síðan. Því sendu þau inn erindi til stofnunarinnar um að boðað yrði til íbúafundar þann 7. desember næstkomandi, en ekki bólar á svari, að sögn Ísólfs Gylfa.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinViðar Örn kínverskur bikarmeistari
Næsta greinHamar tapaði stórt