Kálfhólar fallegasta gatan

Föstudaginn 5. ágúst síðastliðinn voru afhendar viðurkenningar fyrir fallegustu garða og götu í Árborg. Kálfhólar er fallegasta gatan og Kaffi Krús snyrtilegasta fyrirtækið.

Þetta árið var gatan Kálfhólar á Selfossi valinn fallegasta gatan, Grænamörk 2, snyrtilegasta fjölbýlishúsalóðin, Lágengi 2, snyrtilegasti garðurinn og Kaffi Krús snyrtilegasta fyrirtækið.

Íbúar Kálfhóla mættu stoltir þegar Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, ásamt yngsta og elsta íbúa götunnar afhjúpuðu skiltið sem prýðir nú innkomuna inn í götuna.

Sveitarfélagið Árborg óskar þessum aðilum innilega til hamingju og hvetur alla íbúa til að halda áfram að hafa snyrtilegt í kringum sig. Það er samvinnuverkefni allra íbúa í sveitarfélaginu að halda umhverfinu okkar hreinu og snyrtilegu.

Fyrri greinLíf og fjör á lokadegi Menningarveislunnar
Næsta greinMikilvægur sigur hjá Hamri