Kálfá eins og stórfljót

Kálfá í Gnúpverjahreppi lítur út eins og stórfljót fyrir ofan Mástunguveg við Skáldabúðir en þar hefur ræsi undir veginum gefið sig.

Ánni gengur því illa að finna farveginn undir veginn og breiðir úr sér fyrir ofan hann. Aðeins er farið að grafa úr veginum eins og sjá má á þessum myndum Björgvins Þórs Harðarsonar í Laxárdal.

Björgvin segir ástandið við Kálfá nokkuð stöðugt og telur að vegurinn muni standa áhlaupið af sér.

Miklir vatnavextir eru í uppsveitunum, meðal annars á vatnasvæði Hvítár og búist er við flóði í Hvítá og Ölfusá í kvöld og nótt. Kálfá reynir hins vegar að renna sína leið í Þjórsá og hefur rennsli í Þjórsá sömuleiðis að aukast síðan í nótt.

kalfa_250213bthh_480248196.jpg
Áin er eins og stórfljót fyrir ofan veginn. sunnlenska.is/Björgvin Þór

Fyrri greinBúist við flóði í Hvítá og Ölfusá
Næsta greinÓfært um Auðsholtsveg