Kaldir og hraktir ferðamenn sóttir á Heklu

Um klukkan sjö í kvöld barst björgunarsveitum á Suðurlandi útkall vegna ferðalanga á Heklu sem óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir voru orðnir blautir og hraktir eftir að tjaldið þeirra hafði fokið.

Hópur frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu var kominn á vettvang um klukkan níu og voru ferðamennirnir þá orðnir kaldir og hraktir eftir vosbúð þar sem mikið ringdi á svæðinu.

Nokkuð fljótlega gekk að finna mennina þar sem hægt var að staðsetja þá gróflega meða hjálp farsíma sem þeir voru með, þeir eru nú á leið í björgunarsveitarbíl til byggða.

Fyrri greinSvekkjandi tap gegn toppliðinu
Næsta greinAndrea fyrst í mark í Bláskógaskokkinu