Kajakræðurum bjargað úr Holtsósi

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag þegar tilkynning barst um að fjórir kajakræðarar væru í vanda í Holtsósi undir Eyjafjöllum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út of fór hún frá Reykjavík með þrjá kafara klukkan rúmlega 17:00.

Þegar fyrstu björgunarmenn komu á staðinn var einn kajakræðarinn kominn í land og hinum þremur var bjargað úr sjónum. Voru þeir allir mjög kaldir og verið er að hlú að þeim.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu kemur fram að á þessari stundu sé ekki vitað nánar um tildrög slyssins.

Fyrri greinÆgir tapaði á Akranesi
Næsta greinMikill erill hjá lögreglunni á Suðurlandi