Kaffispjall Dögunar næstu daga

Dögun, stjórnmálasamtök, stendur fyrir kaffispjalli á Suðurlandi föstudag og laugardag.

Föstudaginn 12. október verður kvöldfundur á Kaffi Kró í Vestmannaeyjum kl. 20. Laugardaginn 13. október verða svo tveir fundir. Sá fyrri verður kl. 14 kemur rútan þeirra við á Hvolsvelli áður en hópurinn mætir í Sunnlenska bókakaffi á Selfossi, þar sem hann verður kl. 15-17.

“Í ferðinni munu liðsmenn Dögunar kappkosta að kynna nýja stjórnarskrá og hvetja sem flesta til að mæta á kjörstað þann 20. okt. n.k. Rútumálaráðherra er hinn kunni kosningasmali, Guðmundur Jón Sigurðsson, en margir hafa gist þinggeymzlur fyrir hans tilstilli,” segir í tilkynningu frá Dögun.

Meðal þeirra sem verða á svæðinu eru Lýður Árnason, Margrét Tryggvadóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundum stýrir Lýður Árnason og eru allir velkomnir.