Kafarinn við góða heilsu

Kafarinn sem lenti í óhappi í Silfru á Þingvöllum í síðustu viku er við góða heilsu. Köfunarbúnaður konunnar til til skoðunar hjá sérfræðingi.

Þarna var um að ræða japanska konu með kanadískan ríkisborgararétt sem fipaðist við köfun og sökk til botns í gjánni á um 14 metra dýpi. Menn sem með henni voru björguðu konunni upp úr vatninu. Þá var hún með skerta meðvitund.

Læknir sem var á staðnum og veitti hann fyrstu hjálp þar til sjúkralið kom á staðinn. Konan var flutt með þyrlu á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Þar fékk hún góða lækningu og er nú við góða heilsu að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi.

Rannsókn lögreglu beinist að því hvort hafi verið farið eftir settum lögum og reglum en á þessu stigi er ekkert sem bendir til annars en svo hafi verið. Köfunarbúnaður er til skoðunar hjá sérfræðingi.