Kaþólikkar vilja kirkjulóð

Kaþólska kirkjan á Íslandi hefur send Sveitarfélaginu Árborg erindi þar sem óskað er eftir lóð fyrir kirkju í sveitarfélaginu.

Málið var rætt á fundi bæjarráðs í gær og tók bæjarráð jákvætt í erindið.

Skipulags- og byggingarnefnd var falið að vinna áfram að málinu í samráði við fulltrúa kirkjunnar.

Kaþólska kirkjan hefur verið með aðsetur í Riftúni í Ölfusi en sú aðstaða er orðin of lítil fyrir söfnuðinn sem telur eitthvað um 800 manns.

Fyrri greinÓttast tjón í Úthlíð
Næsta greinTvö óhöpp í uppsveitunum