Kærum vegna þjófnaðar úr verslunum fjölgar

Í haust og byrjun vetrar hefur orðið nokkur aukning á kærum vegna þjófnaðar úr verslunum í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Í síðustu viku bárust fjórar kærur.

Annars vegar er að einstaklingar gangi með vörur út úr versluninni eða þeir reyna að láta sem þeir séu með vöru sem þeir hafi keypt en vilji skila og fá inneignarnótu.

Öll þessi mál eru í rannsókn og mun verða ákært þar sem sönnun er til staðar.

Lögreglan hefur upplýst þjófnað úr verslun Hagkaups og Tölvulistanan sem átti sér stað fyrir skömmu. Þar reyndist vera á ferð maður sem í síðasta mánuði var staðinn að því að bera út vörur fyrir á aðra milljón í ferðamannaverslunum á Geysi og við Gullfoss.

Fyrri greinGefur 90 sekúndulítra af 85°C heitu vatni
Næsta greinDagbók lögreglu: Bíl stolið af bílasölu – og skilað aftur