Kæra fast­eigna­mat tveggja vind­myllna

Sveit­ar­stjórn Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps hef­ur ákveðið að kæra ákvörðun Þjóðskrár um fast­eigna­mat tilraunavind­myllna Landsvirkjunar á Hafinu við Búr­fell.

Bygg­ing­ar­kostnaður­inn við hvora var um 200 millj­ón­ir en fast­eigna­matið hljóðar upp á 30 millj­ón­ir. Málið er talið for­dæm­is­gef­andi fyr­ir aðrar vind­myll­ur sem kunna að verða reist­ar á Íslandi.

„Málið er að vind­myll­ur eru ný mann­virki á Íslandi og það kost­ar eins og í þessu til­felli 200 millj­ón­ir að setja upp svona myllu. Lands­virkj­un met­ur það þannig að fast­eigna­matsvirðið sé 30 millj­ón krón­ur. Fast­eigna­matið tek­ur þann rök­stuðning góðan og gild­an, það gæti svo verið að það sé al­veg eðli­legt. Við vilj­um ein­fald­lega láta reyna á það hvort að þetta sé rétt niðurstaða,“ seg­ir Björg­vin Skafti Bjarna­son, odd­viti í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi, í Morg­un­blaðinu í dag.

Frétt mbl.is

Fyrri grein„Við erum á svipuðum stað eða betri en lúðrasveitir úti í heimi“
Næsta greinRagnarsmótið verður líka kvennamót