Kærður fyrir utanvegaakstur

Á fimmtudag í síðustu viku var ferðaþjónustuaðili á mikið breyttri hópbifreið með fimm erlenda ferðamenn staðinn að utanvegaakstri í og við Skógaá.

Ökumaðurinn lenti í vandræðum við að aka upp úr ánni, hjólbarði á bifreið hans hafði affelgast og hann því þurft að leita sér aðstoðar.

Ökumaðurinn hefur verið kærður fyrir athæfið og má búast við sekt í framhaldi þess.