Kærður fyrir utanvegaakstur í Hellisskógi

Á laugardag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um mannlausan jeppa sem var fastur utan vegar í Hellisskógi við Selfoss.

Haft var upp á ökumanni sem viðurkenndi að hafa ekið jeppanum eftir vegslóða og þaðan inn á göngustíg og af honum inn á graslendi þar sem hann festi jeppann.

Ökumaðurinn hefur verið kærður fyrir akstur utan vegar.

Fyrri greinSpurningakeppni milli grunnskólanna á Selfossi
Næsta greinDagbók lögreglu: Sextán ára undir stýri