Kærður fyrir ölvun á almannafæri

Karlmaður var kærður fyrir ölvun á almannafæri á Selfossi en hann var handtekinn við skemmtistað á Selfossi aðfaranótt fimmtudags. Hann var mjög ölvaður og vegfarendum til leiðinda og ama.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að lögregla hafi komið að skemmtistað á Selfossi rétt fyrir klukkan fimm aðfaranótt sunnudags þar sem gestir voru enn innandyra.

Staðarhaldari hafði sótt um leyfi um lengri opnunartíma en erindið borist of seint og hafði ekki fengið afgreiðslu.

Lögreglan segir of algengt að þeir sem séu að sækja um leyfi fyrir starfsemi sem er leyfisskyld geri það eftir að tímafrestur til þess er liðinn. Slíkt er hvimleiður löstur.