Kærðir fyrir orkuþjófnað

Þrjár kærur hafa borist lögreglunni á Selfossi á síðustu vikum um rof á innsigli á heitavatns inntaki. Með því höfðu húsráðendur tekið inn meira vatn en þeir höfðu greitt fyrir.

Tvö þessara mála komu upp í Hveragerði en eitt í Bláskógabyggð.

Húsráðendur verða kærðir fyrir þjófnað á orku, heitu vatni, og eru málin í rannsókn.

Fyrri greinFjórir teknir með fíkniefni
Næsta greinStokkseyri mætir aftur til leiks