Júdódeildin í Sandvíkurskóla

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að gamli íþróttasalurinn í Sandvíkurskóla verði nýttur fyrir júdóæfingar og að farið verði í breytingar á salnum með það að markmiði.

Bæjarráðið samþykkti einnig að ráðist verði í breytingar á 2. hæð Baulu, íþróttahúss Sunnulækjarskóla, til að nýta megi húsnæðið fyrir taekwondo, fimleika og danskennslu fyrir skólann.

Kostnaði vegna þessara breytinga verður vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Júdódeild Umf. Selfoss og Taekwondodeild Umf. Selfoss hafa lengi búið við þröngan kost í iðnaðarhúsnæði í Gagnheiði.

Fyrri greinÞorlákshöfn vekur athygli brettafólks
Næsta greinHarma ákvörðun ríkistjórnarinnar