Jötunn fagnar sumrinu

Jötunn á Selfossi ætlar að fagna sumrinu með hátíð á laugardag á plani Jötuns við Austurveg 69 á Selfossi. Jötunn á 15 ára afmæli á þessu ári.

Hátíðin stendur yfir frá klukkan 10 til 14 en þar verða hoppukastali og glaðningur fyrir börnin, ís frá Kjörís, Goes fjórhjólasýning, sölusýning Jötunn bygginga, uppboð á gasgrilli frá Olís og í verslun Jötuns verður allt að 45% afsláttur af völdum vörum. Á milli kl. 12 og 14 verða grillaðar pylsur.

Þá verða hjólatúrar fyrir alla en Jötunn og Parkinson’s Power hjóla tvo hringi, einn stuttan og annan langan. Sá fyrri er hugsaður fyrir alla fjölskylduna en sá seinni fyrir lengra komna. Styttri hringurinn sem er 3-4 km verður hjólaður kl. 11, 12 og 13 en sá lengri, sem er 40 km verður hjólaður kl. 12. Gestir eru hvattir til að koma hjólandi á hátíðina og njóta dagsins. 

Fyrri greinGreitt fyrir útflutningi á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína
Næsta greinÍs handa öllum