Jörfi styrkir Setrið

Sérdeild Suðurlands, Setrið í Sunnulækjarskóla á Selfossi, fékk nýlega styrk frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík.

Um er að ræða 250.000 krónur sem nýta á til kaupa á tækjabúnaði og námsgögnum.

Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri, veitti styrknum viðtöku á 732. fundi Jörfa í Reykjavík í vikunni og kynnti um leið starfsemina í Setrinu.

Fyrri greinStarfsemi gistiheimilisins fer vel af stað
Næsta greinSöguskilti um Drullusund afhjúpað