Jörð skelfur við Jarlhettur

Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst sunnan Langjökuls eftir hádegi í dag, sá stærsti 3,5 að stærð kl. 17:24.

Upptök skjálftanna eru á 3,5 til 8,8 kílómetra dýpi á Biskupstungnaafrétti sunnan við Jarlhettur. Ellefu skjálftar hafa mælst frá því kl. 13 í dag, þar af fjórir stærri en 2,1.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er nokkur jarðskjálftavirkni á svæðinu og telst hún ekki óvenjuleg en jarðskjálftahrinur koma reglulega upp á þessu svæði. Enginn merki eru um kvikuhreyfingar.

Fyrri greinVinnuhópur skoði samstarfsfleti
Næsta greinStrúturinn lentur á Stokkseyri