Jörð skelfur í Sandvíkurhreppi

Nokkrir jarðskjálftar mældust í dag með upptök nálægt Hreiðurborg í Sandvíkurhreppi. Stærsti skjálftinn var 2,6 á Richter og fannst vel í hreppnum.

Tólf skjálftar hafa mælst í dag, sá fyrsti kl. 9:05 en sá stærsti kl. 16:49. Hans varð vart víða á Árborgarsvæðinu. Í kjölfar stærsta skjálftans komu sex skjálftar, þar af annar sem var 2,3 á Richter.

Fyrri grein„Blóðug slagsmál um titilinn“
Næsta greinÞórir með fimm mörk í tapleik