Jörð skalf við Raufarhólshelli – Lítilsháttar hrun í hellinum

Smávægilegt grjóthrun varð í Raufarhólshelli í Ölfusi í jarðskjálfta sem átti upptök sín 900 metrum norðan við hellirinn kl. 17:12 í dag. Skjálftinn var 2,6 að stærð á 6,9 km dýpi.

Veðurstofa Íslands tilkynnti lögreglu um skjálftann og fóru lögreglumenn á vettvang og könnuðu svæðið. Þeir sáu smávægilegt grjóthrun við hellismunnann en ekkert stórvægilegt hrun virtist hafa átt sér stað.

Lögregla biður ferðamenn að fara með gát og fyllstu varúð við hellirinn líkt og ætíð.