Jörð skalf við Hrafntinnusker

Hrafntinnusker. Ljósmynd / Mats Wibe Lund

Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð við Hrafntinnusker í kvöld kl. 20:36. Fáir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Upptök skjálftans voru 11,8 km vestur af tjaldstæðinu í Landmannalaugum og segir í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftinn hafi fundist vel þar.