Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka slegin af

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Jónsmessunefnd hefur ákveðið að halda ekki árlega Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka í ár vegna COVID-19 faraldursins.

„Við verðum öll að sýna samfélagslega ábyrgð og leggjast á eitt í þessari baráttu sem við stöndum í. Við viljum þó hvetja Eyrbekkinga til þess að gera sér glaðan dag um Jónsmessuna og skreyta húsin sín í hverfalitunum,“ segir í tilkynningu frá Jónsmessunefnd sem hvetur Íslendinga til þess að kíkja í heimsókn á Eyrarbakka í sumar – bara ekki alla á sama tíma.