Jónsmessuhátíð Norræna félagsins

Jónsmessuhátíð Norræna félagsins í Hveragerði verður haldin í sjötta sinn þann 25. júní næstkomandi.

Hátíðin er haldin í lystigarðinum á Fossflöt í Hveragerði og stendur frá kl. 13 til 17.

Byrjað verður á því að skreyta miðsumarsstöng að sænskum sið, stöngin verður reist og dansað í kringum hana.

Klukkan 14 munu þeir Arnar Gísli Sæmundsson og Hörður Friðþjófsson svo skemmta gestum með lifandi tónlist.

Fríar veitingar verða í boði styrktaraðila – piparkökur og Camenbert, eldbrauð og eldpopp. Að hátíðinni lokinni verður aðalfundur félagsins haldinn í brekkunni.

Fyrri greinKennslutæki FSu gömul og úrelt
Næsta greinÚtskrifast frá Reykjum