Jónsmessuganga um hlíðar Ingólfsfjalls

Ljósmynd/Landvernd

Á Jónsmessu býður Landvernd upp á göngu um hlíðar Ingólfsfjalls undir leiðsögn Bjarna Harðarsonar, bóksala á Selfossi og Sigurðar Sigursveinssonar, stjórnmanns í Kötlu jarðvangi .

Þetta er létt og skemmtileg ganga, sagt verður frá jarðfræði svæðisins og Ingólfsfjalli eins og það birtist í vitund þjóðar og Árnesinga. Eftir göngurnar býður Landvernd upp á kakó og kleinur í Alviðru.

Allir eru hjartanlega velkomnir, en gott væri að fá vísbendingu um fjölda gesta svo við biðjum þátttakendur að staðfesta komu sína hér.

Gangan hefst við Alviðru. Alviðra og Öndverðarnes II eru friðað land, sameign Árnesinga og Landverndar. Í Alviðru er starfrækt fræðslusetur Landverndar fyrir almenning og skóla.

Fyrri greinSystkinin best á Selfossi
Næsta greinAndri Már íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra