Jónsmessan haldin hátíðleg á Eyrarbakka

Það verður líf og fjör á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka. Ljósmynd/Aðsend.

Hin árlega Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka fer fram á morgun, laugardaginn 24. júní.

„Hátíðin í ár byrjar á sýningu frá Latabæ og svo heldur fjörið áfram. Það sem er í boði eru hoppukastalar, andlitsmálning, hestvagnaferðir, þjóðdansafélagið með dans og margt fleira,“ segir Ragna Jónsdóttir, annar skipuleggjanda Jónsmessuhátíðarinnar, í samtali við sunnlenska.is.

„Samsöngurinn, sem er fastur liður hjá okkur verður í Húsinu kl 19:30 og í kjölfarið er svo brenna við bryggjuna og þar koma fram Andri eldgleypir og Ingvar trúbator. Svo heldur fjörið áfram á Rauða húsinu fram á nótt,“ bætir Ragna við.

Hægt er að sjá dagskrá hátíðarinnar í heild sinni hér.

Fyrri greinSelfoss í 2. sæti á TM mótinu
Næsta greinRARIK flytur í glæsilegt húsnæði við Larsenstræti