Jónas Pálmar sigraði heimakeppni Biggest Loser

Í gærkvöldi fór fram lokaþáttur The Biggest Loser Ísland í beinni útsendingu á SkjáEinum frá Andrews Theater í Reykjanesbæ.

Þátturinn var æsispennandi í báðum keppnum en bæði voru þeir þrír keppendur sem aldrei voru sendir heim af Ásbrú að keppa um titilinn The Biggest Loser Ísland og hinir níu sem á einhverjum tímapunkti voru sendir heim kepptu í heimakeppninni, þ.e. hver stóð sig best heima.

Heimakeppnin var gríðarlega spennandi en allir níu keppendurnir sem sendir höfðu verið heim voru vigtaðir í lokaþættinum. Fyrstur til að taka forystuna var Eyþór Árni úr Reykjanesbæ, þyngsti keppandinn í þáttunum og næst þyngsti keppandi í sögu The Biggest Loser. Eyþór Árni var 249 kg í upphafi þáttanna og er nú búinn að missa 62,1 kg og vegur 186,9 kg, sem er 24,9% af upphaflegri líkamsþyngd.

Sigurður Jakobsson úr Borgarfirði eystri var búinn að missa 26% líkamsþyngd og Þór Viðar Jónsson var búinn að missa 27,8% líkamsþyngd.

Í lokin steig Jónas Pálmar Björnsson, 27 ára kjötiðnaðarmaður hjá SS á Hvolsvelli og hafði hann misst hvorki meira né minna en 48,5 kg, eða 34,6% af upphaflegri líkamsþyng og vegur núna 91,8 kg eftir að hafa komið inn í þáttinn 140,3 kg. Jónas Pálmar var því krýndur sigurvegari Heimakeppni The Biggest Loser Ísland.

Jóhanna missti 41,9% af upphaflegri líkamsþyngd
Það voru þær Anna Lísa Finnbogadóttir úr Kópavogi, Hrönn Harðardóttir á Akureyri og Jóhanna Engelhartsdóttir frá Mosfellsbæ sem kepptu um titilinn The Biggest Loser Ísland. Anna Lísa steig fyrst á vigtina og kom í ljós að hún hafði náð undraverðum árangri og vóg 101,9 kg. Alls missti hún 71,6 kg frá því að hún byrjaði í þáttunum þann 16. september í fyrra, sem er 41.3% af upphaflegri líkamsþyngd en sá sigrar sem missir mesta hlutfallslega þyngd. Því næst steig Hrönn á vigtina og hafði hún misst alls 49,6 kg á þeim 200 dögum sem liðnir voru frá fyrstu vigtun, eða 35,3% af upphaflegri þyngd. Spennan varð því gríðarleg þegar Jóhanna steig á vigtina því sýnilegur árangur var augljós. Jóhanna var 126,2 kg í upphafi þáttanna og sýndi vigtin 73,7 kg, alls 52,5 kg farin og 41,6% af upphaflegri líkamsþyngd, og sigur í The Biggest Loser Ísland.

Fyrri greinHönnunarMars
Næsta greinSandvíkurtjaldurinn lentur