Jónas Pálmar sendur heim

Í „The Biggest Loser Ísland“ í síðustu viku var þátttakendum skipt í lið, strákar á móti stelpum. Það lið sem missti fleiri prósent af heildarlíkamsþyngd liðsins fór með sigur af hólmi og verðlaunin voru friðhelgi fyrir allt liðið, auk þess sem liðið fékk að velja hver úr hinu liðinu verður sendur heim.

Þetta var í fyrsta skipti í þáttunum sem aðili gat verið kosinn úr leik á þeim forsendum að vera góður keppandi og ógn sem aðrir keppendur vilja losa sig við úr keppninni.

Það fór svo að stelpurnar báru sigurorð af strákunum og fengu að velja hver þeirra þriggja færi heim. Varð Jónas Pálmar Björnsson, 27 ára kjötiðnaðarmaður frá Hvolsvelli, fyrir valinu einmitt vegna þess að stelpunum fannst hann vera mesta ógnin við sig í keppninni um sigur í The Biggest Loser Ísland.

Meðfylgjandi myndskeið er úr þættinum í síðustu viku þar sem Jónas Pálmar var sendur heim.

Fyrri greinHamar endaði í 6. sæti
Næsta greinStartaðu deginum með stæl