Jóna Sólveig leiðir lista Viðreisnar

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í lok október. Listinn er fléttaður konum og körlum til jafns og er leiddur af Jónu Sólveigu Elínardóttur, varaformanni Viðreisnar.

Í tilkynningu frá Viðreisn segir að listinn endurspegli þann breiða hóp sem að framboðinu stendur; fólk úr viðskiptalífinu, hjúkrun, menningu og námi. Frambjóðendurnir eru á öllum aldri, með ólíka reynslu að baki en sameiginlega sýn á framtíð Íslands.

Frambjóðendur:
1. Jóna Sólveig Elínardóttir, alþingismaður og varaformaður Viðreisnar
2. Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingur
3. Stefanía Sigurðardóttir, listrænn viðburðastjóri
4. Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur
5. Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari
6. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur
7. Þóra G. Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu
8. Skúli Kristinn Skúlason, sjómaður
9. Herdís Hrönn Níelsdóttir, laganemi
10. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, lögmaður
11. Harpa Heimisdóttir, útfararstjóri
12. Viðar Arason, bráðatæknir
13. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
14. Skúli Thoroddsen, lögfræðingur
15. Þórunn Benediktsdóttir, hjúkrunarfræðingur
16. Jóhann Karl Ásgeirsson, háskólanemi
17. Áslaug Einarsdóttir, kennari
18. Róbert Ragnarsson, stjórnmálafræðingur
19. Heiða Björg Gústafsdóttir, sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur
20. Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri

Fyrri grein„Ætluðum að reyna að hlaupa með þeim“
Næsta grein„Magnaðasta flotlaug landsins“