Jóna fannst í Hveragerði

Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Árnessýslu í vikunni. Í öðru tilvikinu fannst ein „jóna“ hjá manni í Hveragerði.

Hitt tilvikið var á Litla Hrauni þar sem fangaverðir fundu efni, sem talið er vera einhvers konar fíkniefni, á fanga. Efnin verða send í efnarannsókn á rannsóknarstofu.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að í vikunni var 61 ökumaður kærður fyrir hraðakstur, þrír fyrir ölvunarakstur og þrír fyrir fíkniefnaakstur.