Jóna Björg ráðin leikskólastjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu Jónu Bjargar Jónsdóttur í stöðu leikskólastjóra Krakkaborgar í Flóahreppi og mun hún taka til starfa þann 1. júní nk.

Jóna Björg hefur starfað sem aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Marbakka í Kópavogi.

Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir hefur sinnt starfi leikskólastjóra tímabundið frá því síðasta haust eftir að Karen Viðarsdóttir sagði starfi sínu lausu.

Fyrri greinSelfyssingar byrja á útivelli
Næsta greinHafþór Mar lánaður í Selfoss