Jóna Björg og Íris Anna ráðnar í stjórnunarstöður

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum á síðasta vetrardag að ráða Jónu Björgu Jónsdóttur skólastjóra Kerhólsskóla og Írisi Önnu Steinarrsdóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra.

Jóna Björg hefur verið starfandi skólastjóri í Kerhólsskóla frá því Sigmar Ólafsson lét af störfum, en var áður aðstoðarskólastjóri. Íris Anna starfar í dag sem umsjónarkennari í Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Tíu einstaklingar sóttu um stöðurnar og hefur sveitarstjóra verið falið að ganga frá ráðningarsamningum við Jónu Björgu og Írisi Önnu.

Aðrir umsækjendur voru Drífa Lind Harðardóttir, Eyjólfur Bragason, Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir, Hreinn Þorkelsson, Jóhanna Gísladóttir, Sólveig Sigmarsdóttir og Valgeir Jens Guðmundsson.

Fyrri greinGunnar á laugardagsfundi
Næsta greinJapanskar blómaskreytingar í Listasafninu