Jón Steingrímur verðlaunaður fyrir afburða árangur

Einn Sunnlendingur var meðal verðlaunahafa á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík sem haldin var í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um síðustu helgi.

Þar fékk Selfyssingurinn Jón Steingrímur Kjartansson frá Vaðnesi í Grímsnesi silfurverðlaun nýsveina í húsasmíði. Jón lauk sveinsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands en meistari hans var Sigurður heitinn Guðmundsson í SG.

Nýsveinahátíðin er árlegur viðburður sem nú var haldin hátíðleg í níunda skipti. Þar hljóta sveinsprófshafar viðurkenningar fyrir afburða vel útfært sveinsprófsverkefni.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari hátíðarinnar, afhenti nítján nýsveinum verðlaun við þetta tilefni.

Fyrri greinFullt af lausum minkum á Selfossi
Næsta greinFór úr axlarlið við Geysi