Jón Sig kvaddur eftir rúm 41 ár á Litla-Hrauni

Jón Sigurðsson, deildarstjóri og staðgengill forstöðumanns í fangelsinu á Litla-Hrauni, lét af störfum í haust eftir rúm 41 ár í starfi þar.

Fangaverðir og strafsfólk á Litla-Hrauni áttu starfslokastund með Jóni Sigurðssyni á Hótel Selfossi síðastliðið föstudagskvöld við upphaf jólahlaðborðs starfsmanna.

Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, ávarpaði Jón og þakkaði farsæl störf hans á Litla-Hrauni og hið ljúfa viðmót alla tíð.

Jón er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka. Kona hans er Sigríður Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og búa þau nú í Hafnarfirði þangað sem þau fluttu frá Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.

Fyrri greinFiskbúð í gámum
Næsta greinBrentford vill skoða Þorstein betur