Jón ráðinn í Hrunamannahreppi

Jón G. Valgeirsson, fv. sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Jón, sem er lögfræðingur að mennt, var einróma valinn af hreppsnefnd úr hópi sextíu umsækjenda.

Hann var áður sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi og tekur við af Ísólfi Gylfa Pálmasyni sem hefur starfað sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps frá því í desember 2003.

Ísólfur hefur tekið við starfi sveitarstjóra í Rangárþingi eystra.