Jón Kjötmeistari Íslands 2014

Jón Þorsteinsson, kjötiðnaðarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands, var kjörinn Kjötmeistari Íslands um síðustu helgi. Jón náði þeim einstaka árangri að vinna með fullt hús stiga.

Það þýðir að engir gallar fundust á þeim fimm vörum sem voru dæmdar við val á kjötmeistara ársins. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi sem kjötiðnaðarmaður nær þeim árangri.

Jón hlaut verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjung keppninnar en það var fyrir Salami camenberti. Fyrir þá vöru fékk hann einnig verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr hrossakjöti. Jón vann líka til verðlauna fyrir bestu vöruna unna úr svínakjöti en þar gerði hann Grísa Rillette.

Steinar Þórarinsson, kjötiðnaðarmaður hjá SS, fékk svo verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr alifuglakjöti.

Fyrri greinGuðjón fékk tíunda Uppsveitabrosið
Næsta greinÞrennt handtekið eftir tölvuþjófnað