Jón Ingi fékk menningarviðurkenninguna

Menningarviðurkenning Árborgar 2011 var afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Selfoss í gærkvöldi. Handhafi viðurkenningarinnar þetta árið er Jón Ingi Sigurmundsson, tónlistarkennari og listmálari.

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs og Kjartan Björnsson, formaður menningarnefndar Árborgar afhentu Jóni Inga viðurkenninguna og fóru stuttlega yfir feril Jóns Inga.

Samhliða menningarviðurkenningunni fóru fram stórtónleikar Vors í Árborg Fram komu Gissur Páll Gissurarson, Halla Dröfn Jónsdóttir og Jórukórinn. Það má með sanni segja að tónleikagestir hafi fengið sannkallaða stórtónleika en flytjendurnir voru hver öðrum betri og hlutu mikið lófaklapp í lokinn.

Þóra Grétarsdóttir stýrði kvöldinu af sinni alkunnu snilld en hún var kynnir kvöldsins.