Jón Hjalti fékk 10,0 fyrir lokaverkefnið

Jón Hjalti Eiríksson frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum fékk verðlaun fyrir frábæran árangur við lokaverkefni sitt á BS prófi frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Jón Hjalti fékk 10,0 fyrir lokaverkefni sitt. Þá var hann með 9.33 í meðaleinkunn, sem er besti árangur á BS prófi við skólann.

Systir Jóns Hjalta, Þjóðbjörg Eiríksdóttir, dúxaði við Menntaskólann að Laugarvatni í vor með 9,89 í meðaleinkunn og bróðir þeirra, Ögmundur, lék sama leik á Laugarvatni við útskrift árið 2009 með 9,75 í meðaleinkunn. Jón Hjalti dúxaði einnig við útskrift vorið 2011 en aðaleinkunn hans frá ML var 9,78.

Fyrri greinSumarhátíð í Heiðarblóma
Næsta greinHundrað manns leita í Fljótshlíðinni