Jón Gnarr heimsótti Selfyssinga

Jón steig á stokk í miðbænum ásamt Sigurjóni Fóstbróður sínum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Forsetaframbjóðendur eru farnir að bregða undir sig betri fætinum og í dag heimsótti Jón Gnarr Selfoss en það var fyrsta skipulagða ferð hans út á land í kosningabaráttunni.

Jón byrjaði daginn á því að hvetja keppendur í Grýlupottahlaupinu áður en hann brá sér í miðbæinn, heilsaði upp á kjósendur og steig svo á stokk með Fóstbróður sínum, Sigurjóni Kjartanssyni. Frumfluttu þeir meðal annars kosningalag Jóns, sem er nýr texti við Tvíhöfðalagið Gefum honum von.

Jón skoðaði svo miðbæinn á Selfossi undir leiðsögn Fjólu Kristinsdóttur bæjarstjóra og lauk heimsókninni í Skyrlandi í Mjólkurbúi Flóamanna.

Jón heilsaði upp á keppendur í Grýlupottahlaupinu og hvatti þá til dáða. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri sýndi Jóni nýja miðbæinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinÁrborg örugglega í úrslitin
Næsta greinGrunur um manndráp í sumarhúsi í uppsveitunum