Jón fékk tíunda Land Cruiserinn afhentan

Það var hátíðleg stund á Toyota Selfossi í morgun þegar Jón Pálsson, leigubílstjóri í Stúfholtshjáleigu, fékk afhentan sinn tíunda Toyota Land Cruiser jeppa.

Jón er fæddur 1951 og hefur starfað sem leigubílstjóri í þrettán ár. Fyrst eignaðist Jón Land Cruiser 90 en hann átti tvo þannig bíla áður en hann uppfærði í Land Cruiser 120. Jón átti þrjá 120 Cruisera áður en hann uppfærði svo í 150 Cruiserinn. Þetta er því fimmti 150 Cruiserinn í hans eigu og tíundi í það heila.

Jón segir sjálfur að hann myndi ekkert annað velja enda hefur hann verið virkilega ánægður með Land Cruiser bílana í gegnum árin. Hægt sé að treysta á þá í hvaða veðri sem er, þjónustan sé frábær og endursöluverðið gott.