Jón á Hofi er humarkóngur ársins

Jón á Hofi ÁR frá Þorlákshöfn er aflahæsti humarbátur ársins með 286 tonn í 48 róðrum. Fróði II ÁR var fjórði hæsti báturinn með 244 tonn í 50 róðrum.

Um 1.940 tonnum af óslitnum humri var landað á árið 2014 en sextán bátar stunduðu veiðarnar. Minnist báturinn sem var á þessum veiðum var Reginn ÁR .

Fjórir bátar náðu yfir 200 tonnin og einungis tveir voru að veiðum í desember, Fróði II ÁR og Jón á Hofi ÁR.

Þess má geta að Jón á Hofi hóf veiðar í lok mars og fór þá beint á humarveiðar en hann hafði verið í Póllandi í viðhaldi og breytingum og stundaði því einungis humarveiðar í ár, auk þess að fara tvær sjóferðir á makríl.

Aflafréttir greina frá þessu

Fyrri greinFrímann og Tinna unnu Naglahlaupið
Næsta greinDagný Brynjarsdóttir er Sunnlendingur ársins 2014